SAFN TÓMASAR SÆMUNDSSONAR – RANGÁRVALLASÝSLA

KYNNING

 

 

Safn Tómasar Sæmundssonar er tvískipt:  Sýningarrými, með aðstöðu fyrir fyrirlestra og uppákomur, og rannsóknarstofa, með vinnu- og svefnaðstöðu.

 

Samkvæmt óskum verkkaupa, er byggingin staðsett í Rangárvallasýslu, þar sem Tómas Sæmundsson fæddist árið 1807 og dó tæpum 34 árum síðar.  Staðsetningin gefur möguleika á að skapa tengsl milli notandans og umhverfisins sem mótaði Tómas, líf hans, störf og víðsýni. Það voru því tveir staðir sem vöktu athygli okkar; fæðingarstaður hans á Kúfhóli og Breiðabólsstaður, heimili hans og starfsvettvangur.  Staðirnir er ólíkir. Sá fyrri er á flatlendinu í Austur-Landeyjum, nálægt Bakkahöfn og mynni Markarfljóts, og sá síðari í Fljótshlíðinni, með áhrifamikið útsýni til fjalla og á sjó út.

 

Með byggingarprógramm í tveim hlutum ákváðum við að skipta því á þessa tvo staði.  Rannsóknarstofan við Kúfhól og sýningarrýmið á Breiðabólsstað. Báðir hlutarnir samanstanda af inngangsrými og aðalrými.  Aðalrýmin á báðum stöðum snúa hvort gegn öðru og eru staðsett í sömu hæð frá sjávarmáli. Þetta skapar annars vegar sterk tengsl við umhverfið, og hins vegar óbeina tengingu þeirra á milli.